Færsluflokkur: Bloggar
5.7.2010 | 15:39
Hvað er nausynlegt í máli gengistryggða lánasamninga
Er ekki nauðsynlegt að fjármálafyrirtæki með her af lögfræðingum í vinnu fari að lögum í lánveitingum sýnum. Hvernig er hægt að ættlast til þess að sauðsvartur almenningur þekki lögin og hvað má og hvað má ekki þegar lögspekingar vita ekki hvað þeir eru að gera.Því kemur mér það spangst fyrir sjónir að Seðalbankinn og Fjármálaeftirlitið skuli gefa út þá yfirlýsingu að fjármálafyrirtæki miði við lægstu vexti Seðlabankans vegna gengistryggðu lánasamningana.
Eru þetta ekki hámentaðir menn sem gegna stöðu Seðlabankastjóra og forstjóra fjármálaeftirlitsins. sem ættu að vita að það þarf að fara að lögum í hverju sem er hvort það eru samningslög, vaxtalög eða annað. Eða eru þeir bara háskólamenntaðir rukkarar eins og aðrir lögmenn og lögfræðingar sem stunda innheimtu skulda.
Hæðstiréttur gerði ekkert annað en að dæma gengistryggingu ólöglega enda voru lög um það samþykkt löngu áður en til þessa lánveitinga kom. Því tel ég víst að hann dæmdi ekki vextina sem eru á þessum lögbundnu samningum ógilda með því að breyta vaxtafyrirkomulagi þeirra. Það hefði verið að dæma gegn gildandi lögum um samningsrétt. Ég eins og margir aðrir viljum að fjámálafyrirtæki fari að lögum eins og við skuldarar þurfum að gera.
Ég get ekki heldur séð að þessi fjármálafyrirtæki geti farið í mál við ríkið vegna dóms Hæðstaréttar þar sem það voru þau sem brutu lög en ekki Hæðstiréttur með dómi sínum. Því er mér það óskiljanlegt að viðskiptanefnd og efnahags og skattanefnd skildi funda með þessum aðilum og fleirum í morgunn til annars en að segja þeim að fara að lögum og hlýta dómi Hæðstaréttar. En því var náttúrulega ekki að heilsa það gæti komið sér ílla fyrir nefndarmenn þeir gætu mist sposlu úr aski sínum ef þeir gaspra ekki fjármálafyrirtækunum í vil.
En hvað ætla fjármálafyrirtækin að gera ætla þau að fara í en eitt dómsmálið og láta Hæðstarétt rasskella sig opinberlega fyrir heimsku þeirra. Eða ætla þau að fara að lögum og leiðrétta öll gengistryggð lán og reikna þau aftur upp samkvæmt lánasamningum hvers og eins.
Samráðsvettvangur nauðsynlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2009 | 00:42
Alþingi - Sorgardagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Daníel G Björnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar